Reykjavík Golf-Week

Reykjavík Golf-Week er verkefni sem hefur verið í undirbúningi síðan 2014 hjá okkur og markmið verkefnisins er að bjóða erlendum og innlendum aðilum upp á golfviku 2018 á Reykjavíkursvæðinu þar sem leikið er golfmót á mismunandi völlum á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að blanda inn menningu. Þetta er hugsað sem árlegur viðburður í samstarfi við stæðstu klúbba landsins og Golfsamband Íslands. 

Undirbúningur hefur gengið vel og vonumst við eftir góðu samstarfi og að þessi viðburður nái að festa sig í sessi.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við okkur hvort sem um er að ræða samstarf eða þátttöku.